Digigraphie® FineArt vottun
Verkin eru prentuð í eins miklum gæðum og mögulegt er. UltraChrome™ pigment blek ásamt 300 gr. Fine Art 100% bómullarpappír tryggja að verkin munu endast ókomnum kynslóðum. Prentverkið er vottað og fylgir upprunavottorð með öllum númeruðum verkum, ásamt vatnsmerki Digigraphie en það er ein virtasta Fine Art vottun sem gefin er út. Verkið kemur rammað inn í hágæða svarta álprófíla með UV vörðu glampafríu gleri.