Bubbi.is netverslun selur varning tengdan Bubba Morthens.
Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Þegar greiðsla hefur borist færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur milli þín og bubbi.is netverslun. Sjá nánar afhendingarskilmála hér að neðan varðandi listaverk Bubba Morthens.
Sé vara uppseld eða mistök átt sér stað í birgðaskrá verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla.
SELJANDI
Seljandi er ÁKM. kt. 550210-0450
VERÐ
Verð í vefverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK) að undanskyldum listaverkum. Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.
GREIÐSLUMÖGULEIKAR
Boðið er upp á að greiða með greiðslukorti í netverslun bubbi.is.
Hægt er að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard/Mastercard.
Netverslun bubbi.is notar örugga greiðslusíðu frá Borgun á Íslandi.
AFHENDINGARSKILMÁLAR
Afhending listaverka Bubba Morthens eru afhent árið 2024 í Kringlunni.
Sjá nánar upplýsingar á síðunni undir Afhending.
SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR
Kaupandi hefur 14 daga til þess að hætta við kaup og er vara endurgreidd að fullu ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt:
– Varan skal vera ónotuð og í söluhæfu ástandi.
– Vara þarf að vera í upprunalegum umbúðum.
– Greiðslukvittun þarf að fylgja með sendingunni.
– 14 daga endurgreiðslufrestur hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.
HÖFUNDARÉTTUR OG VÖRUMERKI
Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.bubbi.is eru eign Bubba Morthens. Öll afritun og endurdreifing er bönnuð. Bubbi Morthens er skráð vörumerki í eigu Bubba Morthens og ekki má nota það í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis frá Bubba Morthens.
TRÚNAÐUR
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
VARNARÞING
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.
HAFA SAMBAND
Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið bubbi@bubbi.is ef einhverjar spurningar vakna.