Bubbi fann veturinn 2020 við tiltekt gamlar stílabækur sem innihéldu frumútgáfur af textum af mörgum af þeim lögum sem hann hafði samið í upphafi ferils síns. Hann tók þá ákvörðun að útbúa textaverk í frumútgáfum þar sem frumtextinn er eins og hann skrifaði hann með eigin hendi í upphafi og er hann notaður í verkið.
Verkin eru öll prentuð á hágæða Fine Art Natural Cotton 300 gr pappír. Prentverkið er vottað og fylgir upprunavottorð með öllum númeruðum verkum, undirrituð af Bubba ásamt vatnsmerki Digigraphie, en það er ein virtasta Fine Art vottun sem gefin er út.
Öll verk eru römmuð inn í hágæða spónlagða álprófíla, glerið er glamapfrítt safnagler, UV varið. Frágangur er með faglegasta móti og tryggir verkinu líflengd næstu kynslóðirnar.