Hér eru ný textaverk
Verkin eru öll prentuð á hágæða Fine Art Natural Cotton 300 gr pappír. Prentverkið er vottað og fylgir upprunavottorð með öllum númeruðum verkum, ásamt vatnsmerki Digigraphie, en það er ein virtasta Fine Art vottun sem gefin er út.
Öll verk eru römmuð inn í hágæða svarta álprófíla, glerið er glampafrítt safnagler, UV varið. Frágangur er með faglegasta móti og tryggir verkinu líflengd næstu kynslóðirnar.