Textaverk af frumtextum
í takmörkuðu upplagi
Vönduð, árituð og vottuð
„Fyrir nokkrum vikum var ég í tiltekt heima fyrir og fann nokkrar gamlar stílabækur. Ég var fljótur að átta mig á því að þetta voru frumútgáfur af textum sem ég hafði samið í upphafi ferils míns sem tónlistarmaður og lagahöfundur, frá árinu 1975 til bókar sem ég skrifaði í á meðan ég dvaldi á Staðarfelli 1985.“
„Textarnir og hugleiðingar mínar frá þessum tíma lifnuðu við og töluðu til mín. Ég tók þá ákvörðun að útbúa textaverk í takmörkuðu upplagi, þar sem frumtextinn eins og ég skrifaði hann með eigin hendi í upphafi, er notaður í verkið.“