| 
Innskrßning

Lagaleit


Bˇndinn Ý blokkinni PDF Prenta T÷lvupˇstur
Bubbi - Tr˙ir ■˙ ß engla
Tr˙ir ■˙ ß engla 1997
Lag og texti: Bubbi Morthens

Bóndinn í dalnum kveinar kvöldin löng
kerlingin er farin, börnin alltaf svöng
gott hefði verið að vingast við álfana
verið gæti í staðin ætti ‘ann ennþá kálfana
en bóndinn í dalnum
á ekkert í malnum
bí bí og blaka
börnin svöng vaka.

Bóndinn í blokkinni kveina kvöldin löng
kerlingin er farin, börnin alltaf svöng
börnin í blokkinni væla upp í vindinn
bráðum kemur barnó bráðum kemur féló
þei þei og ró ró
rífleg er syndin.

Bóndinn í blokkinni kveina út af kvinnu
karlinum hefði verið nær að finna sér vinnu
fljúga silfurskotturnar í suðurátt
undir rúmi þínu hlægja þér og dansa dátt
undir rúmi þínu er gamanið kvikt og grátt.

Bóndinn í blokkinni hann á engan aur
bölvaður ræfillinn er orðinn alveg staur
einu sinni einu sinn
iðinn sem maur
fyrir mörgum árum auðnan faðminn bauð
veit einhver hvort hún lifir eða er hún dauð.

bí bí og blaka
börnin hrædd vaka
ógurleg eru hljóðin
hryllileg eru ljóðin
sem bóndinn í blokkinni kveður
kvöldin löng
með augun þung og þrútin
og þennan ljóta söng
með augun þung og þrútin
börnin raula svöng
börnin í blokkinni kvöldin löng.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?